Birta myndir af hinum grunaða

Hér má sjá myndir úr eftirlitsmyndavélum sem náðust af hinum …
Hér má sjá myndir úr eftirlitsmyndavélum sem náðust af hinum grunaða. Samsett mynd/Lögreglan í New York

Lög­regl­an í New York hef­ur birt mynd­ir af manni sem grunaður er um að hafa orðið Bri­an Thomp­son að bana í gær.

Thomp­son, sem var for­stjóri stærsta sjúkra­trygg­inga­fyr­ir­tæk­is Banda­ríkj­anna, var skot­inn til bana á göt­um Man­hatt­an fyr­ir utan Hilt­on hót­el þar sem hann var á leið á fund.

Morðið virðist þaul­skipu­lagt og báru skot­hylki til­ræðismanns­ins áletr­an­ir eins og fjallað var um á mbl.is í dag.

Huldi and­lit sitt

Laun­morðið náðist á upp­töku en ekki sást nægi­lega vel í and­lit skot­manns­ins á þeim eft­ir­lits­mynda­vél­um þar sem hann hafði hulið and­lit sitt.

Lög­regl­an hef­ur nú birt­ir mynd­ir af hinum grunaða á sam­fé­lags­miðlin­um X úr eft­ir­lits­mynda­vél­um þar sem sést bet­ur í and­lit hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert