Breivik fer ekki spönn frá rassi

Breivik meðan á aðalmeðferð málsins stóð í nóvember í íþróttasal …
Breivik meðan á aðalmeðferð málsins stóð í nóvember í íþróttasal Ringerike-fangelsisins þar sem öryggisgæsla var gríðarleg og fjöldi vopnaðra lögregluþjóna á vettvangi. Hann hlaut ekki meðbyr héraðsdóms en hyggst áfrýja. AFP/Beate Ome Dahle

Fjölda­morðing­inn And­ers Behring Brei­vik hlaut ekki meðbyr fyr­ir Héraðsdómi Rin­gerike, Asker og Bær­um í gær eft­ir að hafa sóst eft­ir því öðru sinni að verða lát­inn laus til reynslu. Var það ein­róma álit fjöl­skipaðs dóms að synja fjölda­morðingj­an­um um reynslu­lausn.

„Sumt í dóm­in­um er já­kvætt. Ég hef rætt við Brei­vik og mér skilst að hann vilji áfrýja,“ seg­ir Øystein Storrvik, lögmaður og verj­andi Brei­viks frá upp­hafi vega í máli hans, við norsku frétta­stof­una NTB.

Héraðsdóm­ur tel­ur skil­yrði fyr­ir reynslu­lausn ekki upp­fyllt, en í viðtali við Af­ten­posten seg­ir Storrvik dóm­ar­ana þó viður­kenna vissa fram­för hjá mann­in­um sem myrti 77 landa sína 22. júlí 2011 í mestu blóðtöku sem norsk þjóð hef­ur horft upp á eft­ir síðari heims­styrj­öld­ina.

Gæti setið til dauðadags

Við síðustu um­sókn Brei­viks um reynslu­lausn fór lögmaður­inn þess á leit við rétt­inn að skjól­stæðing­ur hans yrði lát­inn laus með ströng­um skil­yrðum, á sama hátt og aðrir hættu­leg­ir brota­menn sem dæmd­ir hafa verið til varðveislu, eða for­var­ing, hafi hlotið frelsi sitt.

Eins og mbl.is hef­ur fjallað um áður er 21 árs for­var­ing-dóm­ur Brei­viks ekki endi­lega 21 árs dóm­ur og því síður 21 árs dóm­ur þar sem brotamaður geng­ur út í frelsið eft­ir að hafa afplánað tvo þriðju hluta. For­var­ing er úrræði sem tekið var upp í norsk hegn­ing­ar­lög þegar lífstíðarfang­elsi var numið úr lög­um og ger­ir refsi­vörslu­kerf­inu kleift að halda hinum brot­lega bak við lás og slá til æviloka.

Telji sér­fróðir mats­menn fang­ann ekki hæf­an til að sam­ein­ast mann­legu sam­fé­lagi á ný – svo sem vegna hættu á að hann end­ur­taki brot sitt – má með ein­földu þing­haldi og án nýrr­ar ákæru fram­lengja fanga­vist­ina í áföng­um án nokk­urra tak­marka. Brotamaður­inn gæti setið inni þar til dauðans óvissi tími vitr­ast hon­um.

Í fram­kvæmd hef­ur þetta aldrei gerst í Nor­egi en ekki er talið ólík­legt að Brei­vik fái að dúsa í fang­elsi til dauðadags. Þetta er maður­inn sem norsk þjóð vill gleyma og aldrei sjá á nýj­an leik – Vidk­un Quisl­ing 21. ald­ar­inn­ar – bara verri.

Eng­inn brotið svo al­var­lega af sér

Brei­vik geld­ur skuld sína við sam­fé­lagið á há­marks­ör­ygg­is­gæslu­deild Rin­gerike-fang­els­is­ins en aðeins fá­ein norsk fang­elsi eru vottuð til þess að þar geti fang­ar er hlotið hafa for­var­ing-dóm afplánað, þeirra stærst er Ila-fang­elsið í Bær­um, ná­granna­sveit­ar­fé­lagi Ósló­ar.

Hulda Olsen Karlsdóttir, héraðssaksóknari í Ósló, segir ekki koma til …
Hulda Ol­sen Karls­dótt­ir, héraðssak­sókn­ari í Ósló, seg­ir ekki koma til greina af hálfu ákæru­valds­ins að And­ers Behring Brei­vik hljóti reynslu­lausn. „Ákæru­valdið er á einu máli um það að við tök­um þetta ekki til greina,“ sagði Hulda við mbl.is í nóv­em­ber. Héraðsdóm­ur féllst á sjón­ar­mið henn­ar í gær, næst reyn­ir á málið fyr­ir lög­manns­rétti þar sem Brei­vik og lögmaður hans áfrýja að öll­um lík­ind­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Hulda Ol­sen Karls­dótt­ir héraðssak­sókn­ari, sem ræddi við mbl.is þegar aðalmeðferð máls­ins var ný­lokið í nóv­em­ber, gætti hags­muna ákæru­valds­ins og norska rík­is­ins gagn­vart saka­mann­in­um. Krafðist hún þess fyr­ir hönd embætt­is síns að dóm­ur­inn synjaði Brei­vik um reynslu­lausn nú er hann sótti öðru sinni um að fá frelsið, rúm­um þrett­án árum eft­ir að hann um­turnaði lífi heill­ar þjóðar sum­arið 2011.

„Eng­inn norsk­ur sakamaður hef­ur brotið svo al­var­lega af sér,“ sagði Hulda fyr­ir rétti og féllst dóm­ur­inn á þau rök henn­ar auk þess sem ný skýrsla geðlækn­is og sál­fræðings, um and­legt ástand og hættu­eig­in­leika hægriöfga­manns­ins Brei­viks, sem héraðssak­sókn­ar­inn úr Hafnar­f­irði lagði mikla áherslu á við mál­flutn­ing sinn, hafði sitt að segja.

Ef marka má Storrvik lög­manna áfrýja þeir Brei­vik mál­inu að öll­um lík­ind­um og mun lög­manns­rétt­ur, norska milli­dóm­stigið, þá taka mál hans til meðferðar og dóms­upp­kvaðning­ar með rís­andi sól.

NRK

VG

TV2

Netta­visen

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert