Skothylki tilræðismannsins bera áletranir

Hér má sjá byssumanninn er hann skaut á Thompson. Að …
Hér má sjá byssumanninn er hann skaut á Thompson. Að sögn lögreglu var atlagan hnitmiðuð og ásetningur hans einbeittur. Skjáskot úr eftirlitsmyndavél/Lögreglan í New York

Orðin „neita“, „verja“ og „út­skúfa“ (e. deny, def­end, depose) voru rituð á skot­hylki af kúl­um sem óþekkt­ur til­ræðismaður skaut Bri­an Thomp­son, for­stjóra trygg­inga­sam­steyp­unn­ar United­Healt­hcare, með á götu í miðborg Man­hatt­an í gær.

Frá þessu hef­ur lög­regl­an í New York greint ABC-frétta­stof­unni og velta stjórn­end­ur rann­sókn­ar­inn­ar því nú fyr­ir sér hvort um ein­hvers kon­ar skila­boð sé að ræða sem beint hafi verið að fórn­ar­lamb­inu eða séu ein­hvers kon­ar vís­bend­ing um hver kveikj­an að ódæðinu var.

Eins og fram hef­ur komið var árás manns­ins, sem var grímu­klædd­ur, hnit­miðuð og leik­ur eng­inn vafi á því að hún hafi beinst að Thomp­son ein­um, sagði Jessica Tisch, lög­reglu­stjóri New York-borg­ar, á blaðamanna­fundi um til­ræðið. Ekk­ert sé þó vitað um þá ástæðu sem bjó að baki.

Sat fyr­ir fórn­ar­lambi sínu

Er lög­regla á því að til­ræðismaður­inn hafi setið fyr­ir stjórn­ar­for­mann­in­um við Hilt­on-hót­elið á 54. götu við Sjötta breiðstræti, gengið svo að Thomp­son og skotið hann þegar hann kom aðvíf­andi snemma í gær­morg­un, klukk­an 6.40 að staðar­tíma þar sem hann sótti ráðstefnu sem hald­in var á hót­el­inu.

Dvaldi Thomp­son þó ekki á Hilt­on.

Sam­kvæmt framb­urði vitna kom ódæðismaður­inn að hót­el­inu um það bil fimm mín­út­um á und­an Thomp­son og beið hans þar áður en hann gekk út og skaut stjórn­ar­for­mann­inn for­mála­laust í bakið af stuttu færi á gang­stétt­inni fyr­ir utan. Hann gekk svo að Thomp­son þar sem hann lá á göt­unni eft­ir fyrsta skotið og skaut hann nokkr­um skot­um til viðbót­ar.

Að til­ræðinu loknu forðaði maður­inn sér inn í húsa­sund þar sem lög­regla fann síma er talið er að hann hafi misst. Kom hann sér svo und­an á reiðhjóli og sást síðast til hans hjóla inn í Central Park klukk­an 06:48 að staðar­tíma í gær­morg­un.

ABC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert