Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, segist íhuga að yfirgefa Atlantshafsbandalagið (NATO) ef bandalagsríki „greiða ekki reikninga sína“.
Þetta sagði Trump í samtali við NBC sjónvarpsstöðina í dag.
„Þeir þurfa að borga reikningana sína,“ sagði Trump. Hann sagðist „algjörlega“ íhuga að taka Bandaríkin úr bandalaginu, greiði ríkin ekki meira.
Í upphafi árs var greint frá því að Trump á að hafa sagt að hann ætlaði ekki að hjálpa Evrópu sæti hún árásum.