Íhugar að yfirgefa NATO

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti. MICHAEL M. SANTIAGO

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, segist íhuga að yfirgefa Atlantshafsbandalagið (NATO) ef bandalagsríki „greiða ekki reikninga sína“.

Þetta sagði Trump í samtali við NBC sjónvarpsstöðina í dag.

„Þeir þurfa að borga reikningana sína,“ sagði Trump. Hann sagðist „algjörlega“ íhuga að taka Bandaríkin úr bandalaginu, greiði ríkin ekki meira.

Í upphafi árs var greint frá því að Trump á að hafa sagt að hann ætlaði ekki að hjálpa Evrópu sæti hún árásum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert