Íhugar að yfirgefa NATO

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti. MICHAEL M. SANTIAGO

Don­ald Trump, verðandi Banda­ríkja­for­seti, seg­ist íhuga að yf­ir­gefa Atlants­hafs­banda­lagið (NATO) ef banda­lags­ríki „greiða ekki reikn­inga sína“.

Þetta sagði Trump í sam­tali við NBC sjón­varps­stöðina í dag.

„Þeir þurfa að borga reikn­ing­ana sína,“ sagði Trump. Hann sagðist „al­gjör­lega“ íhuga að taka Banda­rík­in úr banda­lag­inu, greiði rík­in ekki meira.

Í upp­hafi árs var greint frá því að Trump á að hafa sagt að hann ætlaði ekki að hjálpa Evr­ópu sæti hún árás­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert