Hinn grunaði handtekinn og nafngreindur

Hér má sjá byssumanninn er hann skaut á Thompson.
Hér má sjá byssumanninn er hann skaut á Thompson. Skjáskot úr eftirlitsmyndavél/Lögreglan í New York

Luigi Mangi­o­ne, 26 ára gam­all karl­maður, hef­ur verið hand­tek­inn og er grunaður um að hafa ráðið af dög­um Bri­an Thomp­son, for­stjóra stærsta sjúkra­trygg­inga­fyr­ir­tæk­is Banda­ríkj­anna, á göt­um New York í síðustu viku.

Frá þessu grein­ir Jessica Tisch, lög­reglu­stjóri í New York.

Mangi­o­ne var hand­tek­inn í Penn­sylvan­íu, um 500 kíló­metr­um frá New York, eft­ir að starfsmaður McDon­ald's í bæn­um Altoona kom auga á hann og taldi hann vera grun­sam­leg­an. Á föstu­dag­inn í síðustu viku birti lög­regl­an ein­mitt mynd­ir af Mangi­o­ne.

Fannst með skamm­byssu með hljóðdeyfi

Lög­regl­an er með hann í varðhaldi í Altoona og yf­ir­heyr­ir hann þar.

Mangi­o­ne fannst með skamm­byssu með hljóðdeyfi, en Thomp­son, for­stjóri United­Healt­hCare, var ein­mitt skot­inn til bana á miðviku­dag­inn með skamm­byssu sem var með hljóðdeyfi.

Dag­blaðið New York Times hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að í fór­um hans hafi verið fölsuð skil­ríki í lík­ingu við þau sem bys­sumaður­inn notaði í aðdrag­anda morðsins ásamt einskon­ar stefnu­yf­ir­lýs­ingu þar sem hann gagn­rýndi sjúkra­trygg­ingaiðnaðinn í Banda­ríkj­un­um.

Óbeit á stór­fyr­ir­tækj­um

Rann­sókn­ar­lög­reglu­menn frá New York eru á leiðinni til Altoona til þess að ræða við hinn grunaða.

Joseph Kenny, yf­ir­lög­regluþjónn á rann­sókn­ar­sviði lög­regl­unn­ar í New York, seg­ir að hann hafi fund­ist með hluti á sér þar sem lýst er óbeit á stór­fyr­ir­tækj­um í Banda­ríkj­un­um.

Hér má sjá myndir úr eftirlitsmyndavélum sem náðust af hinum …
Hér má sjá mynd­ir úr eft­ir­lits­mynda­vél­um sem náðust af hinum grunaða. Sam­sett mynd/​Lög­regl­an í New York
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert