Ætla að handtaka þá sem báru ábyrgð á pyntingum

Abu Mohammed al-Jolani ávarpar hóp fólks í sýrlensku bænahúsi í …
Abu Mohammed al-Jolani ávarpar hóp fólks í sýrlensku bænahúsi í gær. AFP/Aref Tammawi

Upp­reisn­ar­leiðtogi Sýr­lands hef­ur heitið því að taka hönd­um fyrr­ver­andi hátt­setta emb­ætt­is­menn lands­ins sem báru ábyrgð á pynt­ing­um og stríðsglæp­um.

„Við mun­um ekki hika við að láta glæpa­menn­ina, morðingj­ana, yf­ir­menn ör­ygg­is­sveita og hers­höfðingj­ana sem tóku þátt í pynt­ing­um á sýr­lensku fólki svara til saka,“ sagði upp­reisn­ar­leiðtog­inn Abu Mohammed al-Jol­ani, sem núna not­ar raun­veru­legt nafn sitt Ah­med al-Sharaa, í til­kynn­ingu á Tel­egram.

„Við bjóðum verðlaun handa öll­um þeim sem geta út­vegað upp­lýs­ing­ar um hátt­setta ein­stak­linga inn­an hers­ins og ör­ygg­is­sveita sem tóku þátt í stríðsglæp­um,“ sagði hann og bætti við að ný stjórn­völd í Sýr­landi ætluðu að hafa uppi á emb­ætt­is­mönn­um sem hefðu flúið land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert