Sýrlensk rannsóknarmiðstöð gjöreyðilagðist

Rannsóknarmiðstöðin í Damaskus eftir loftárás Ísraela.
Rannsóknarmiðstöðin í Damaskus eftir loftárás Ísraela. AFP/Louai Beshara

Rannsóknarmiðstöð sýrlenska varnarmálaráðuneytisins gjöreyðilagðist í loftárás Ísraela á svæðið Barzeh í höfuðborginni Damaskus.

Mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights sögðu frá því í gær að Ísraelar hefðu gert umfangsmiklar loftárásir á hernaðarleg skotmörk, þar á meðal á rannsóknarmiðstöðina. Loftárásirnar héldu síðan áfram í nótt.

Vestræn lönd, þar á meðal Bandaríkin, gerðu loftárás á miðstöðina árið 2018 og sögðu hana tengjast „innviðum efnavopna“ í Sýrlandi.

AFP/Louai Beshara
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert