Varnarmálastofnun Gasasvæðisins segir að minnsta kosti 22 hafa verið drepna í loftárásum Ísraela á norðurhluta svæðisins í nótt, þar á meðal konur og börn.
„Að minnsta kosti 22 dóu píslarvættisdauða í fjöldamorði sem voru framin af hernum eftir að hann sprengdi hús sem tilheyrir Abu al-Tarabish-fjölskyldunni skammt frá sjúkrahúsinu Kamal Adwan á norðurhluta Gasa,“ sagði talsmaður stofnunarinnar, Mahmund Bassal, við AFP.
Hann bætti við að þotur Ísraela hefðu skotið þremur flugskeytum á húsið um miðnætti.