Forgangsmál að stöðva stríðið í Úkraínu

Donald Trump í síðasta mánuði.
Donald Trump í síðasta mánuði. AFP/Allison Robbert

Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, segir það verða forgangsmál þegar hann tekur við embætti í næsta mánuði að binda enda á stríðið í Úkraínu.

„Við verðum að leysa vandamál Úkraínu og Rússlands,” sagði Trump við franska tímaritið Paris Match.

„Bæði þessi lönd eru að missa ótrúlegan fjölda fólks. Það er verið að drepa hundruð þúsunda hermanna,” sagði Trump.

„Mið-Austurlönd eru líka mikið forgangsmál. En ég held að staðan í Mið-Austurlöndum sé ekki eins erfið og á milli Úkraínu og Rússlands,“ bætti hann við.

„En þessi tvö mál verðum við að leysa og við verðum að leysa þau fljótt. Fjöldi fólks er að deyja.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert