Hafa náð Deir Ezzor á sitt vald

Mohammad al-Bashir á ríkisstjórnarfundi í höfuðborginni Damaskus í gær.
Mohammad al-Bashir á ríkisstjórnarfundi í höfuðborginni Damaskus í gær. AFP/Stringer

Sýr­lensk­ir upp­reisn­ar­menn segj­ast hafa náð borg­inni Deir Ezzor í aust­ur­hluta lands­ins á sitt vald.  

Mann­rétt­inda­sam­tök­in Syri­an Observatory for Hum­an Rights staðfesta að her­sveit­ir Kúrda hafi yf­ir­gefið borg­ina.

Tími kom­inn á stöðug­leika

Nýr bráðabirgðafor­sæt­is­ráðherra Sýr­lands seg­ir tíma kom­inn fyr­ir „stöðug­leika og ró“ í land­inu, tveim­ur dög­um eft­ir að for­set­inn Bash­ar al-Assad hrökklaðist frá völd­um.

Upp­reisn­ar­menn­irn­ir skipuðu Mohammad al-Bashir í embætti for­sæt­is­ráðherra þangað til 1. mars á næsta ári.

„Núna er kom­inn tími til að þetta fólk búi við stöðug­leika og ró,“ sagði Bashir í viðtali við sjón­varps­stöðina Al Jazeera í Kat­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert