Lögreglan í Malmö í Svíþjóð handtók í nótt tvo pilta sem voru með vopn og sprengiefni á sér.
Aftonbladet greinir frá því að annar piltanna sé yngri en 15 ára og hinn yngri en 18 ára. Þeir náðust á eftirlitsmyndavélum lögreglu.
„Við erum sannfærðir um að okkur hafi tekist að koma í veg fyrir alvarlegt ofbeldisverk,“ segir Nils Norling, talsmaður lögreglunnar í Malmö, við sænska ríkisútvarpið, SVT.
Hann segir að ekki bara í Malmö heldur út um allt land hafi sú þróun átt sér stað þar sem eldri stórglæpamenn ráði unga drengi til að framkvæma alvarleg ofbeldisverk.