Gert að greiða 90 milljarða í dómsátt

McKinsey & Company.
McKinsey & Company. AFP

Ráðgjafa­fyr­ir­tækið McKins­ey & Comp­any þarf að greiða 650 millj­ón­ir dala í dómsátt, eða sem jafn­gild­ir um 90 millj­örðum kr., fyr­ir að taka þátt í því með lyfja­fyr­ir­tæk­inu Pur­due Pharma að merkja ópíóíðalyf vís­vit­andi með röng­um hætti.  

Fram kem­ur í dóms­skjöl­um banda­ríska dóms­málaráðuneyt­is­ins í dag, að McKins­ey hafi gert þetta „af ásettu ráði“.

Tekið er fram að ákæra gegn fyr­ir­tæk­inu verði felld niður verði það við kröf­um ákæru­valds­ins inn­an fimm ára. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert