Ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company þarf að greiða 650 milljónir dala í dómsátt, eða sem jafngildir um 90 milljörðum kr., fyrir að taka þátt í því með lyfjafyrirtækinu Purdue Pharma að merkja ópíóíðalyf vísvitandi með röngum hætti.
Fram kemur í dómsskjölum bandaríska dómsmálaráðuneytisins í dag, að McKinsey hafi gert þetta „af ásettu ráði“.
Tekið er fram að ákæra gegn fyrirtækinu verði felld niður verði það við kröfum ákæruvaldsins innan fimm ára.