Móðirin sagði lögreglu að hann væri mögulega sá grunaði

Móðir Luigis Mangione sagði lögreglu að sonur sinn gæti mögulega …
Móðir Luigis Mangione sagði lögreglu að sonur sinn gæti mögulega verið sá sem grunaður er um morðið á Brian Thompson. AFP

Móðir Luigi Mangi­o­ne, sem er grunaður um morðið á for­stjóra stærsta sjúkra­trygg­inga­fyr­ir­tæk­is Banda­ríkj­anna, sagði lög­reglu degi fyr­ir hand­töku son­ar síns að maður­inn sem leitað var að gæti verið son­ur henn­ar. 

Banda­ríski fjöl­miðill­inn NBC hef­ur þetta eft­ir heim­ild­um sín­um inn­an lög­regl­unn­ar. 

Lög­reglumaður sá lík­indi með hinum grunaða

Fjöl­skylda Mangi­o­ne hafði til­kynnt að hans væri saknað 18. nóv­em­ber.

Í skýrslu lög­regl­unn­ar, sem rituð var þegar Mangi­o­ne var til­kynnt­ur týnd­ur, seg­ir að móðir hans hafi talað síðast við son sinn 1. júlí. Hún hafi sagt að hann hafi verið að vinna í San Francisco í Kali­forn­íu. 

Eft­ir morðið á Bri­an Thomp­son sá lög­reglumaður í San Francisco lík­indi með Mangi­o­ne og mann­in­um sem lög­regla grunaði um morðið. 

Hand­tek­inn dag­inn eft­ir upp­lýs­ing­ar frá móður hans

Ábend­ing frá lög­regl­unni í San Francisco um lík­indi Mangi­o­ne og grunaða morðingj­ans kom 6. des­em­ber, tæp­lega tveim­ur vik­um eft­ir að hann var til­kynnt­ur týnd­ur og tveim­ur dög­um eft­ir morðið. 

Lög­regl­an hafði sam­band við móður Mangi­o­ne tveim­ur dög­um síðar, þann 8. des­em­ber, og sagði hún hinn grunaða geta verið son sinn.

Dag­inn eft­ir var hann hand­tek­inn í Penn­sylvan­íu eft­ir að starfsmaður á McDon­alds til­kynnti um mann sem var lík­ur þeim sem framdi morðið.

Frænka hins grunaða birti yf­ir­lýs­ingu

Í frétt New York Post seg­ir að Nino Mangi­o­ne, þingmaður re­públi­kana í Mary­land og frændi Luigi Mangi­o­ne, hafi birt yf­ir­lýs­ingu á sam­fé­lags­miðlum fyr­ir hönd fjöl­skyld­unn­ar þar sem sagði: 

„Fjöl­skylda okk­ar er í áfalli og niður­brot­in vegna hand­töku Luig­is. Við biðjum fyr­ir fjöl­skyldu Bri­ans Thomp­son og biðjum fólk um að biðja fyr­ir öll­um þeim sem tengj­ast mál­inu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka