Bandaríkin hafa átt í samskiptum við HTS

Antony Blinken, varnaðarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Abu Mohammed al-Jolani, sem notar …
Antony Blinken, varnaðarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Abu Mohammed al-Jolani, sem notar nú rétta nafnið sitt Ahmed al-Sharaa, leiðtogi HTS. Samsett mynd

Banda­rísk yf­ir­völd hafa átt í sam­skipt­um við upp­reisn­ar­menn HTS í Sýr­landi, nýja vald­hafa í land­inu. 

Þetta til­kynnti Ant­ony Blin­ken ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna í gær eft­ir fund er­lendra er­ind­reka um stöðuna í Sýr­landi sem hald­inn var í Jórdan­íu. 

Blin­ken fór þó ekki nán­ar út í þessi sam­skipti við upp­reisn­ar­menn­ina. Þess má geta að Banda­rík­in skil­greindu HTS sem hryðju­verka­sam­tök árið 2018. 

Eft­ir fund­inn gáfu er­ind­rek­ar frá Banda­ríkj­un­um, Tyrklandi, Evr­ópu­sam­band­inu og Ar­ab­a­ríkj­um út sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu þar sem þeir staðfestu full­an stuðning við Sýr­land „á þess­um mik­il­væga tíma­punkti í sögu þeirra“. 

Þá hef­ur Tyrk­land opnað sendi­ráð sitt í Dam­askus, höfuðborg Sýr­lands, aðeins viku eft­ir að upp­reisn­ar­menn­irn­ir steyptu Bash­ar al-Assad fyrr­ver­andi for­seta af stóli, en sendi­ráð Tyrk­lands í Sýr­landi var lokað fyr­ir um 12 árum. 

Tyrk­nesk yf­ir­völd hafa tekið stór­an þátt í átök­un­um í Sýr­landi, og verið í sam­starfi við HTS. 

His­bollah fær ekki leng­ur vopn frá Íran

Assad var studd­ur af rúss­nesk­um yf­ir­völd­um, en hann flúði þangað eft­ir valda­skipt­in. Auk þess studdu hann stjórn­völd Írans og His­bollah-hóp­ur­inn í Líb­anon.

Upp­reisn­ar­menn­irn­ir hófu sókn sína 27. nóv­em­ber, sama dag og vopna­hlé tók gildi í stríðinu milli Ísra­els og His­bollah í Líb­anon.  

Naim Qassem, leiðtogi His­bollah, viður­kenndi í gær að með falli stjórn Assads, fái hóp­ur­inn ekki leng­ur vopn frá Íran eða ann­an hernaðarleg­an stuðning í gegn­um Sýr­land. 

Yfir 60 árás­ir Ísra­ela á nokkr­um klukku­stund­um

Þá sagðist Qassem vona að nýir ráðamenn í Sýr­landi líti á Ísra­el „sem óvin“. Ísra­el­ar hafa framið marg­ar hernaðar­árás­ir inn­an Sýr­lands frá falli Assads. 

Ísra­el­ar hafa einnig sent her­sveit­ir inn á hlut­laust svæði í aust­ur­hluta Gól­an­hæða.

Leiðtogi HTS, Ah­med al-Sharaa, sagði aðgerðir Ísra­els „ógna stig­mögn­un á svæðinu“.

Svo seg­ir hann í yf­ir­lýs­ing­unni sem birt var á sam­fé­lags­miðlum að „al­menn þreyta í Sýr­landi eft­ir margra ára stríð leyfi þeim ekki að fara í ný átök“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert