Nauðgari hrósaði fórnarlambinu fyrir dómi

Pelicot óskaði eftir fyrirgefningu frá fjölskyldu sinni.
Pelicot óskaði eftir fyrirgefningu frá fjölskyldu sinni. AFP/Benoit Peyrucq / AFP)

Dom­in­ique Pelicot, sem játað hef­ur fyr­ir dómi að hafa gefið fyrr­ver­andi kon­unni sinni slævandi lyf og nauðgað henni ít­rekað, ásamt því að hafa fengið tugi karl­manna til að gera slíkt hið sama, kallaði eft­ir fyr­ir­gefn­ingu fjöl­skyldu sinn­ar í loka­orðum sín­um við rétt­ar­höld­in í dag. AFP-frétta­stof­an grein­ir frá.

Þá hrósaði hann hug­rekki Gisele Pelicot, fyrr­ver­andi konu sinn­ar.

„Ég vilja byrja á að hrósa fyrr­ver­andi konu minni fyr­ir hug­rekki sitt. Ég sé eft­ir því sem ég gerði, fjöl­skylda mín þjá­ist vegna mín, ég bið um fyr­ir­gefn­ingu þeirra. Vona að þau taki við af­sök­un­ar­beiðni minni.“

Orðin að femín­ískri hetju

Málið hef­ur vakið mik­inn óhug í Frakklandi, en Pelicot hef­ur viður­kennt að hafa í næst­um ára­tug byrlað konu sinni lyf og fengið karl­menn, sem hann komst í sam­band við á net­inu, til að nauðga henni.

Gisele hef­ur orðið að femínskri hetju bæði í Frakklandi og um heim all­an fyr­ir að neita að bera skömm­ina sjálf og vilja skila henni þangað sem hún á heima. Hún óskaði einnig sjálf eft­ir því að rétt­ar­höld­in yrðu opin til að vekja at­hygli á þess­ari teg­und glæpa.

Gisele var fagnað sem hetju þegar hún yfirgaf réttarsalinn.
Gisele var fagnað sem hetju þegar hún yf­ir­gaf rétt­ar­sal­inn. AFP/​Clement Mahoudeau

Vill helst gleym­ast

Fyr­ir utan eig­in­mann henn­ar, er réttað yfir fimm­tíu öðrum karl­mönn­um á aldr­in­um 27 til 74 ára, sem brutu á Gisele. Jafn­framt er réttað yfir ein­um karl­manni sem á að hafa brotið á eig­in­konu sinni með hjálp Dom­in­ique.

Í loka­orðum sín­um sagðist Dom­in­ique hafa sagt sann­leik­ann við rétt­ar­höld­in all­an tím­ann. Hann þakkaði einnig fyr­ir að fá að sitja í sér­stök­um stól heilsu sinn­ar vegna.

Hann sagðist hafa verið kallaður ýms­um nöfn­um, en að helst vildi hann gleym­ast. „Ég vil segja fjöl­skyld­unni minni að ég elska þau,“ sagði hann svo áður en hann snéri sér að dómur­un­um og sagði þeim að ör­lög hans væru í þeirra hönd­um.

Kraf­ist há­marks­refs­ing­ar

Gert er ráð fyr­ir því að dóm­ur verði kveðinn upp í mál­inu á fimmtu­dag, en kraf­ist hef­ur verið há­marks­refs­ing­ar yfir Dom­in­ique, eða 20 ára fang­elsi.

Þegar Gisele yf­ir­gaf rétt­ar­sal­inn í dag var henni fagnað eins og hetju, það var klappað og hrópað: „Bra­vó Gisele!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert