Alvarlegt tilfelli og neyðarástandi lýst yfir

Mjólkursýni á borði rannsóknarstofu við Cornell-háskólann í Ithaca í New …
Mjólkursýni á borði rannsóknarstofu við Cornell-háskólann í Ithaca í New York-ríki. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld telja alla þörf á að fylgjast vel með hugsanlegri fuglaflensuveiru í mjólk. AFP/Michael M. Santiago

Al­var­legt fuglaflensu­til­felli í Louisi­ana í Banda­ríkj­un­um þar sem eldri sjúk­ling­ur ligg­ur nú þungt hald­inn á sjúkra­húsi hef­ur vakið áhyggj­ur heil­brigðis­kerf­is­ins þar í landi. 

Voru ein­kenni fyrri sjúk­linga væg og þeir út­skrifaðir heim eft­ir skoðun, en nýja til­fellið hef­ur hringt viðvör­un­ar­bjöll­um. Yf­ir­völd í Kali­forn­íu­ríki hafa lýst yfir neyðarástandi.

Greint var frá veik­ind­um manns­ins í til­kynn­ingu heil­brigðis­yf­ir­valda í gær, en til­fellið er það sex­tug­asta og fyrsta sem grein­ist í Banda­ríkj­un­um árið 2024.

Sjúk­ling­ur­inn í Louisi­ana var að sögn Sótt­varna­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna, US Centers for Disea­se Control and Preventi­on, CDC, í ná­vígi við veika og dauða fugla í bak­g­arði sín­um áður en veik­ind­in hóf­ust.

Ekki í áfalli enn þá

„Sjúk­ling­ur­inn glím­ir við al­var­leg veik­indi í önd­un­ar­fær­um sem tengj­ast H5N1-sýk­ingu og hef­ur verið lagður inn á sjúkra­hús í lífs­hættu­legu ástandi,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu sem heil­brigðisráðuneytið í Louisi­ana sendi AFP-frétta­stof­unni sem svar við fyr­ir­spurn þaðan.

„Þau rúmu tutt­ugu ár sem heims­byggðin hef­ur mátt reyna þessa veiru hef­ur H5-sýk­ing helst kallað fram al­var­leg veik­indi í öðrum lönd­um, þar á meðal veik­indi sem kostuðu manns­líf í allt að helm­ingi til­fella,“ seg­ir Demetre Daskalak­is talsmaður CDC í sam­tali við frétta­mann AFP og bæt­ir því við að veir­an hafi sýnt hættu­eig­in­leika sína svo ekki verði um villst og sé því síst vanþörf á því að ríki Banda­ríkj­anna taki hönd­um sam­an við sótt­varn­ir á al­rík­is­vett­vangi.

Re­becca Chri­stof­fer­son, vís­indamaður við Rík­is­háskóla Louisi­ana, seg­ir AFP að hörg­ull á virku eft­ir­liti geri það að verk­um að vandi sé að segja til um hvort frek­ari smittil­felli frá dýr­um yfir í mann­fólk hafi átt sér stað án þess að upp­götv­ast, jafn­framt því hvort smit ber­ist nú milli fólks.

„Ég er ekki í áfalli enn þá,“ seg­ir Chri­stof­fer­son en slær þann varnagla við AFP að aðgát­ar sé þörf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert