Dominique Pelicot dæmdur í 20 ára fangelsi

Gisèle Pelicot á leið í réttarsal í morgun.
Gisèle Pelicot á leið í réttarsal í morgun. AFP/Clement Mahoudeau

Dom­in­ique Pelicot hef­ur verið dæmd­ur í 20 ára fang­elsi. Hann var í morg­un sak­felld­ur í öll­um ákæru­liðum er varða brot á fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni, Gisèle Pelicot.

Var hann sak­felld­ur fyr­ir að hafa byrlað henni ólyfjan og allt sem við kom hópnauðgun­um sem hann lagði á ráðin um. 

Þá hef­ur hann einnig verið fund­inn sek­ur um til­raun til að nauðga eig­in­konu Jean Pier­re Marechal, meðsak­born­ings hans í mál­inu, og fyr­ir að hafa tekið ósæmi­leg­ar mynd­ir af dótt­ur sinni og tengda­dætr­um sín­um.

Málið hef­ur vakið mik­inn óhug og hafa fjöl­miðlar um all­an heim fylgst með fram­vindu þess.

Tug­ir manna voru sakaðir um að hafa brotið kyn­ferðis­lega á Gisèle Pelicot með aðstoð þáver­andi eig­in­manns henn­ar, Dom­in­ique Pelicot, á meðan hún var án meðvit­und­ar.

Voru sak­born­ing­ar máls­ins um 50 tals­ins.

Skissa af Dominique Pelicot í réttarhöldunum.
Skissa af Dom­in­ique Pelicot í rétt­ar­höld­un­um. AFP

Fetaði í fót­spor Dom­in­ique

Jean-Pier­re Marechal var ann­ar sak­born­ing­ur­inn í mál­inu sem var sak­felld­ur. Hann fetaði í fót­spor Dom­in­ique Pelicot, byrlaði eig­in­konu sinni ólyfjan, nauðgaði henni og bauð Dom­in­ique einnig að nauðga henni. Gekk þetta á í fimm ár.

Var hann fund­inn sek­ur um að hafa byrlað eig­in­konu sinni ólyfjan og nauðgað henni. Þá var hann einnig sak­felld­ur fyr­ir til­raun til nauðgun­ar. Hann var dæmd­ur í 12 ára fang­elsi en ákæru­valdið hafði farið fram á 17 ár.

Jean-Pier­re Marechal hafði áður játað verknaðinn og sagðist vera bú­inn að sjá að sér.

„Ég var nauðgari en er það ekki leng­ur,“ sagði hann.

Fleiri sak­felld­ir

Eins og fyrr seg­ir voru sak­born­ing­arn­ir í mál­inu um 50 tals­ins. Voru þeir all­ir sak­felld­ir í að minnsta kosti ein­um ákæru­lið í morg­un. Hér fyr­ir neðan er upp­taln­ing þeirra.

Char­ly Arbo, karl­maður um þrítugt, hef­ur verið fund­inn sek­ur um nauðgun. Hann var yngsti sak­born­ing­ur­inn í mál­inu. 

Flori­an Rocca hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Cyr­ille Del­ville hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Christian Lescole hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun. Hann var sýknaður af ákæru um vörslu barn­aníðsefn­is.

Li­o­nel Rodrigu­ez hefur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Nicolas Franco­is hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun og fyr­ir vörslu barn­aníðsefn­is.

Jacqu­es Cu­beau hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Pat­rice Nicolle hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Thierry Paris­is  hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Simoné Mekenese hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Didier Sam­buchi hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Jerome Vilela  hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Dom­in­ique Davies hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Bor­is Moul­in hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Niz­ar Hamida  hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Phil­ippe Leleu hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Cyr­il Beaubis hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Qu­ent­in Henn­e­bert  hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Mat­hieu Dart­us hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Cyprien Culieras hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Joan Kawai hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Redoua­ne Azougagh hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Karim Seba­oui hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun og fyr­ir vörslu barn­aníðsefn­is.

Fabien Sott­on hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Jean-Luc LA hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Hug­hes Malago hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir til­raun til nauðgun­ar og tvö önn­ur brot.

Adrien Lon­geron hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun og vörslu barn­aníðsefn­is.

Vincent Coull­et hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Andy Rodrigu­ez hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir til­raun til nauðgun­ar og önn­ur brot.

Jean-Marc LeLoup hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Romain Vand­evelde hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Husam­ett­in Dog­an hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Omar Douiri hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Paul-Koi­koi Grovogui hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Ah­med Tbarik hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Jean Tirano hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Sai­feddine Ghabi var sýknaður af ákæru um nauðgun og til­raun til nauðgun­ar en sak­felld­ur fyr­ir kyn­ferðis­brot.

Redoua­ne El Fari­hi hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Hass­an Ouamou hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Joseph Cocco hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Cendric Venz­in hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Cedric Grassot hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Gré­gory Servi­ol hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Abdelali Dallal hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Pat­rick Aron hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Ludovick Bleme­ur hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Mohamed Rafaa hef­ur verið sak­felld­ur fyr­ir nauðgun.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert