Árásarmaðurinn sagður vera geðlæknir

Tjöld voru reist á vettvangi til að hlúa að þeim …
Tjöld voru reist á vettvangi til að hlúa að þeim sem slösuðust í árásinni þar til unnt var að flytja þá á slysadeild. AFP/Ronny Hartmann

Mann­skæð árás átti sér stað í þýsku borg­inni Mag­deburg í aust­ur­hluta Þýska­lands í kvöld. Karl­maður ók bif­reið inn í mann­fjöld­ann á jóla­markaði í borg­inni.

Tveir lét­ust í árás­inni, þar af eitt barn. Talið er að 68 manns hafi slasast og þar af 15 al­var­lega.

Árás­armaður­inn heit­ir Taleb A. og var hann hand­tek­inn á staðnum. Að sögn þýska miðils­ins Spieg­el er Taleb geðlækn­ir frá Sádi-Ar­ab­íu, fimm­tug­ur að aldri.

Sam­kvæmt heim­ild­um Spieg­el hef­ur Taleb verið bú­sett­ur í Þýskalandi frá ár­inu 2006 en AFP-frétta­veit­an grein­ir frá því að hann sé með var­an­legt dval­ar­leyfi í land­inu. Er hann sagður búa í borg­inni Bern­burg, sem er um 50 kíló­metr­um frá Mag­deburg. 

Maðurinn hefur verið búsettur í Þýskalandi frá árinu 2006.
Maður­inn hef­ur verið bú­sett­ur í Þýskalandi frá ár­inu 2006. AFP/​Ronny Hart­mann

Var einn á ferð

Lög­regl­an grein­ir frá því að Taleb hafi ekið um 400 metra á ofsa­hraða í gegn­um markaðinn. Hann er sagður hafa verið á svartri BMW-bif­reið sem hann hafi verið með á leigu. Talið er nær ör­uggt að hann hafi verið einn á ferð. 

Olaf Scholz Þýska­landskansl­ari mun halda til Mag­deburg á morg­un en hann birti færslu á X í kvöld þar sem hann sagði at­b­urðinn hræðileg­an og að hug­ur sinn væri hjá fórn­ar­lömb­un­um og aðstand­end­um þeirra. 

Mikill viðbúnaður var á vettvangi.
Mik­ill viðbúnaður var á vett­vangi. AFP/​Ronny Hart­mann

Ringul­reið á staðnum

Í kjöl­far árás­ar­inn­ar myndaðist mik­il ringul­reið á staðnum. AFP-frétta­veit­an grein­ir frá því að um 100 viðbragðsaðilar hafi komið á svæðið og blá ljós lýst upp vett­vang­inn. 

Hlúðu viðbragðsaðilar að þeim særðu á göt­unni á meðan beðið var eft­ir flutn­ingi á bráðamót­tök­ur sjúkra­húsa, sem þurftu að búa sig und­ir að taka á móti fjölda særðra. 

Minn­ir á árás­ina 2016

Árás­in er sögð minna á árás her­skárra Jasída 19. des­em­ber árið 2016 þegar maður frá Tún­is ók vöru­flutn­inga­bíl inn í hóp fólks á jóla­markaði í Berlín þar sem tólf létu lífið. 

Nancy Feaser inn­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands hvatti fólk ný­lega til þess að vera á varðbergi á jóla­mörkuðunum en sagði þó að yf­ir­völd hefðu ekki fengið nein­ar sér­stak­ar hót­an­ir.

Inn­an­rík­isþjón­ust­an í land­inu hef­ur sömu­leiðis ný­lega varað við því að jóla­markaðir séu „hug­mynda­fræðilega heppi­legt skot­mark fyr­ir þá sem aðhyll­ast íslamstrú“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert