Pelicot óhrædd

00:00
00:00

Franska kon­an Gisele Pelicot ótt­ast ekki ný rétt­ar­höld fari svo að ein­hver sak­born­inga í kyn­ferðis­brota­máli gegn henni áfrýi dómn­um sem féll í gær.

Fyrr­ver­andi eig­inmaður henn­ar var þá dæmd­ur í 20 ára fang­elsi fyr­ir að hafa byrlað henni ólyfjan og boðið tug­um ókunn­ugra manna til að nauðga henni á meðan hún lá meðvit­und­ar­laus. 

Pelicot, sem er 72 ára göm­ul, hef­ur verið hampað sem hetju og tákn­mynd femín­ista fyr­ir henn­ar hug­rekki og virðuleika á meðan rétt­ar­hald­inu stóð í þrjá mánuði. Því lauk með sak­fell­ingu allra sak­born­inga sem voru 51 tals­ins. Þar á meðal fyrr­ver­andi eig­inmaður henn­ar sem skipu­lagði of­beldið. 

Gisele Pelicot ræddi við fjölmiðla í gær eftir að dómur …
Gisele Pelicot ræddi við fjöl­miðla í gær eft­ir að dóm­ur lá fyr­ir. AFP

Tveir sak­born­ing­anna íhuga nú að áfrýja dómn­um og lögmaður fyrr­ver­andi eig­in­manns henn­ar úti­lok­ar ekki held­ur áfrýj­un. Pelicot hef­ur sagt að ferlið hafi verið erfitt, en að sögn lög­manns henn­ar þá ótt­ast hún ekki áfrýj­un.

„Ef af því verður þá hef­ur hún gefið til kynna að hún muni taka á því, ef hún er nægi­lega heilsu­hraust, þar sem hún er aug­ljós­lega orðin 72 ára göm­ul,“ sagði Stephane Ba­bonn­eau, einn lög­manna henn­ar, í sam­tali við út­varps­stöðina France In­ter.

„En þrátt fyr­ir þá, þá ótt­ast hún það ekki, það er það sem hún hef­ur tjáð okk­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert