„Þakka þér Giséle Pelicot fyrir okkur öll“

Giséle Pelicot.
Giséle Pelicot. AFP

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti þakk­ar Giséle Pelicot fyr­ir styrk­inn og æðru­leysið sem hún sýndi í rétt­ar­höld­un­um en fyrr­ver­andi eig­inmaður henn­ar, Dom­in­ique Pelicot, var í gær dæmd­ur í 20 ára fang­elsi eft­ir að hann var sak­felld­ur fyr­ir að hafa byrlað henni ólyfjan og allt sem við kom hópnauðgun­um sem hann lagði á ráðin um.

„Þakka þér Giséle Pelciot fyr­ir okk­ur öll, vegna þess að reisn þín og hug­rekki hef­ur hreyft við og veitt Frakklandi og öll­um heim­in­um inn­blást­ur,“ skrif­ar Macron á sam­fé­lags­miðil­inn X.

Dom­in­ique Pelicot játaði fyr­ir dómi að hafa gefið fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni slævandi lyf og nauðgað henni ít­rekað, ásamt því hafa fengið tugi karl­manna til að gera slíkt hið sama. Sak­born­ing­arn­ir í mál­inu voru 50 tals­ins. All­ir voru þeir sak­felld­ir í að minnsta kosti ein­um ákæru­lið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert