Barnið sem lést var níu ára gamalt

Fimm eru látnir og 200 eru slasaðir eftir árásina.
Fimm eru látnir og 200 eru slasaðir eftir árásina. AFP

Barnið sem lést í árás þegar maður ók bifreið inn í mannfjölda á jólamarkaði í Magdeburg í Þýskalandi var níu ára gamalt. 

Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. 

Fimm eru látnir og 200 eru slasaðir eftir árásina. Af þeim sem eru slasaðir er 41 talinn alvarlega slasaður. 

Árásarmaðurinn heitir Taleb Jawad al Abdulmohsen og kemur frá Sádí Arabíu. Hann kom fyrst til Þýskalands árið 2006 og stundaði þá sérnám í læknanámi og starfaði sem læknir eftir það. 

Nancy Faeser, inn­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands, seg­ir að Al Abdulmoh­sen sé and­víg­ur íslamstrú þrátt fyr­ir að vera al­inn upp í trúnni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert