Tók þrjár mínútur að drepa fimm og særa 200

Ódagsett mynd af Taleb Jawad al Abdulmohsen. Til hægri eru …
Ódagsett mynd af Taleb Jawad al Abdulmohsen. Til hægri eru blóm lögð á gagnstéttina til minningar þeirra sem létust í árásinni. Samsett mynd/AFP

Það tók Taleb Jawad al Abdulmoh­sen aðeins 3 mín­út­ur að drepa að minnsta kosti fimm og særa 200 manns er hann ók svartri BMW-bif­reið í mann­fjölda á jóla­markaði í Mag­deburg í Þýskalandi í gær­kvöldi. Spieg­el grein­ir frá. 

Af þeim 200 sem eru slasaðir er 41 tal­inn al­var­lega slasaður, að sögn Ronni Krug, borg­ar­full­trúa Mag­deburg.

Al Abdulmoh­sen nýtti sér flótta- og björg­un­ar­leiðir á jóla­markaðnum til þess að kom­ast ak­andi inn í mann­fjöld­ann, að sögn Toms Oli­vers Lang­hans, yf­ir­lög­regluþjóns í Mag­deburg.

Seg­ir hann jafn­framt að það hafi tekið árás­ar­mann­inn þrjár mín­út­ur að valda þess­um gíf­ur­lega mikla skaða. Hann er tal­inn hafa verið einn að verki.

Horst Nopens sak­sókn­ari seg­ir að Al Abdulmoh­sen hafi þegar sagt ástæðu árás­ar­inn­ar hafa verið óánægju hans með hvernig farið sé með sádí-ar­ab­íska flótta­menn í Þýskalandi. 

Dvaldi ná­lægt jóla­markaðnum

Al Abdulmoh­sen er frá Sádí Ar­ab­íu og er menntaður lækn­ir. Kom hann fyrst til Þýska­lands árið 2006 og stundaði þá sér­nám í lækna­námi sínu og starfaði sem lækn­ir að því loknu.

Spieg­el hef­ur það eft­ir heim­ild­um sín­um að hann hafi dvalið í nokk­urn tíma síðustu tvo mánuði á hót­eli ná­lægt jóla­markaðnum í Mag­deburg.

And­víg­ur íslamstrú

Nancy Faeser, inn­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands , seg­ir að Al Abdulmoh­sen sé and­víg­ur íslamstrú þrátt fyr­ir að vera al­inn upp í trúnni.

Hann skrifaði bók sem bar heitið Skap­andi af­neit­un Íslams. Reyndi hann að gefa hana út með hjálp hóp­fjár­mögn­un­ar­her­ferðar við litl­ar und­ir­tekt­ir. Bók­in var aldrei gef­in út.

Árið 2013 kom upp at­vik er varðaði Al Abdulmoh­sen í sádí-ar­ab­íska sendi­ráðinu í Berlín. Í kjöl­farið var hon­um hótað að vera tek­inn af lífi ef hann sneri aft­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert