Segjast hafa varað þýsk yfirvöld við

Fimm létust í árásinni.
Fimm létust í árásinni. AFP

Sádiarabísk stjórnvöld segjast hafa varað þýsk stjórnvöld við Taleb Jawad Al Abdulmoh­sen sem ók bifreið inn í fólksfjölda á jólamarkaði í Magdeburg í síðustu viku.

Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Þá segja sádiarabísk yfirvöld að þýsk stjórnvöld hafi skeytt engu um þessar viðvaranir. Yfirvöld í Sádi-Arabíu segja að þessar viðvaranir hafi lotið að skaðlegum hugmyndum hans. 

Hins vegar séu yfirvöld í Sádi-Arabíu að vinna með þýskum stjórnvöldum við það að safna saman öllum upplýsingum um al Abdulmohsen.

Taleb Jawad Al Abdulmoh­sen.
Taleb Jawad Al Abdulmoh­sen. AFP

Fimm eru látnir og 200 særðir vegna árásar Al Abdulmohsen. Níu ára barn er meðal hinna látnu.

Nancy Faeser, inn­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands, sagði í gær ­að Al Abdulmoh­sen væri and­víg­ur íslamstrú þrátt fyr­ir að vera al­inn upp í trúnni.

Horst Nopens sak­sókn­ari sagði að Al Abdulmoh­sen hafi þegar sagt ástæðu árás­ar­inn­ar hafa verið óánægju hans með hvernig farið sé með sádiar­ab­íska flótta­menn í Þýskalandi.

Al Abdulmoh­sen er frá Sádí-Ar­ab­íu og er menntaður lækn­ir. Kom hann fyrst til Þýska­lands árið 2006 og stundaði þá sér­nám í lækna­námi sínu og starfaði sem lækn­ir að því loknu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert