Engin bein samskipti við sýrlensk stjórnvöld

Leiðtogi Sýrlands, Ahmed al-Sharaa.
Leiðtogi Sýrlands, Ahmed al-Sharaa. AFP

Íran­ir segj­ast ekki hafa átt nein bein sam­skipti við ný stjórn­völd í Sýr­landi síðan Bash­ar al-Assad Sýr­lands­for­seti og sam­herji Írans til langs tíma var hrak­inn frá völd­um.

„Við höf­um ekki átt nein bein sam­skipti við ráðandi stjórn­völd í Sýr­landi,“ sagði talsmaður ír­anska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, Es­ma­eil Baqa­ei, á viku­leg­um blaðamanna­fundi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert