Neitaði sök um morð og hryðjuverk

Luigi Mangione.
Luigi Mangione. AFP

Luigi Mangi­o­ne, sem hef­ur verið ákærður fyr­ir morðið á Bri­an Thomp­son, for­stjóra stærsta sjúkra­trygg­inga­fyr­ir­tæk­is Banda­ríkj­anna, á Man­hatt­an í New York þann fjórða des­em­ber hef­ur lýst sig sak­laus­an af ákæru um morð og hryðju­verk. Hann kom fyr­ir dóm­stól í New York í dag.

Mangi­o­ne, sem er 26 ára gam­all, var í síðustu viku ákærður fyr­ir að myrða Thomp­son og er morðið talið vera hryðju­verk og hef­ur þá einnig verið ákærður fyr­ir brot á lög­um um skot­vopn. Auk þeirra er hann ákærður fyr­ir fjölda brota í Penn­sylvan­íu.

Mangi­o­ne var hand­tek­inn á McDon­ald's í Penn­sylvan­íu eft­ir fimm daga leit, með byssu sem passaði við þá sem notuð var í skotárás­inni og fölsuð skil­ríki, að sögn lög­reglu.

Hann á yfir höfði sér 11 kær­ur í New York, þar á meðal morð af fyrstu gráðu og morð sem hryðju­verkaglæp. Verði hann fund­inn sek­ur um öll atriðin á hann yfir höfði sér lífstíðarfang­els­is­dóm án mögu­leika á reynslu­lausn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert