Segja fréttir af skilnaði ósannar

Asma al-Assad ásamt eiginmanni sínum og fyrrum Sýrlandsforseta, Bashar al-Assad.
Asma al-Assad ásamt eiginmanni sínum og fyrrum Sýrlandsforseta, Bashar al-Assad. AFP

Eig­in­kona fyrr­um Sýr­lands­for­seta, Bash­ar al-Assad, sem var hrak­inn frá völd­um, hyggst ekki sækj­ast eft­ir skilnaði við hann að sögn rúss­neskra yf­ir­valda en greint hef­ur þó verið frá yf­ir­vof­andi skilnaði í tyrk­nesk­um miðlum.

Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá. 

Tyrk­nesk­ir miðlar höfðu gefið því und­ir fót að eig­in­kona fyrr­um Sýr­lands­for­set­ans, Asma al-Assad, vildi slíta hjóna­bandi sínu og yf­ir­gefa Rúss­land, en þar hafa hjón­in dvalið síðan HTS-sam­tök­in hröktu al-Assad frá völd­um.

Ekki í sam­ræmi við raun­veru­leik­ann

Greindu miðlarn­ir frá því að Asma vildi snúa aft­ur til London, þar sem hún fædd­ist og var ólst upp af sýr­lensk­um for­eldr­um sín­um, og einnig að mik­il höft væru á lífi hjón­anna í Moskvu þar sem þau dvelja.

Talsmaður Kreml í Rússlandi, Dimi­try Peskoy, upp­lýsti hins veg­ar á blaðamanna­fundi í dag að frétt­irn­ar af hjóna­bands­skilnaðinum væru ekki í sam­ræmi við raun­veru­leik­ann.

Þá neitaði hann einnig þeim fregn­um að Bash­ar al-Assad væri haldið gegn sín­um vilja í Moskvu og að all­ar eign­ir hans hefðu verið fryst­ar.

Er ekki vel­kom­inn til Bret­lands

Umræða um end­ur­komu fyrr­um for­setafrúnn­ar til Bret­lands er ekki ný af nál­inni en fyrr í þess­um mánuði sagði ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands, Dav­id Lammy, á breska þing­inu að hún væri ekki vel­kom­in aft­ur til lands­ins.

Sagði hann hana vera refsiskylda mann­eskju og að hann myndi gera allt sem í valdi hans stæði til að tryggja að eng­inn fjöl­skyldumeðlim­ur Assad-fjöl­skyld­unn­ar myndi búa í Bretlandi.

Vakti mikla for­vitni

Asma al-Assad er í dag 49 ára en hún flutti til Sýr­lands frá Bretlandi 25 ára göm­ul, árið 2000 og gift­ist eig­in­manni sín­um nokkr­um mánuðum eft­ir að hann tók við af föður sín­um sem for­seti Sýr­lands.

Hún hef­ur vakið mikla for­vitni í vest­ræn­um fjöl­miðlum en Vogue-tíma­ritið skrifaði grein um hana árið 2011 þar sem hún var m.a. kölluð eyðimerk­ur­rós og lýst sem frísk­ustu for­setafrúnni. Vogue hef­ur þó fjar­lægt grein­ina.

Hún hef­ur verið gagn­rýnd fyr­ir að hafa staðið við hlið eig­in­manns síns á meðan sýr­lensku borg­ara­styrj­öld­inni stóð yfir þar sem um 500.000 manns létu lífið en hann var þá sakaður um að hafa notað efna­vopn gegn and­stæðing­um sín­um.

Þá greind­ist hún með hvít­blæði fyrr á þessu ári og hóf meðferð við sjúk­dómn­um í maí á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert