Sænsk yfirvöld saka nú kínversk stjórnvöld um að hindra framgöngu rannsóknar þeirra á því hvernig sæstrengirnir C-Lion1 og BCS, sem liggja annars vegar milli Svíþjóðar og Litháens og hins vegar milli Þýskalands og Finnlands rofnuðu, en grunur leikur á að kínverska fraktskipið Yi Peng 3 hafi dregið akkeri sitt eftir hafsbotni Eystrasalts og þar með vísvitandi valdið skemmdum á strengjunum.
Að sögn sænskra stjórnvalda hafa kínverjar synjað beiðni þarlendra rannsóknaryfirvalda um aðgang að skipinu, þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar Kínverskra stjórnvalda um samstarfsvilja í málinu. Skipið hefur nú haldið áfram för sinni heim á leið, en skipið var stöðvað af danska sjóhernum úti fyrir Jótlandshafi fyrir rúmum þremur vikum.
Í frétt AFP-fréttaveitunnar um málið er haft eftir Maríu Malmer, utanríkisráðherra Svíðjóðar, að sænskum löggæsluyfirvöldum hafi aðeins verið hleypt um borð í skipið til þess að framkvæma óformlegar athuganir, en að hennar sögn hafa Kínverjar hafa ekki brugðist við kröfum um að fram fari opinber rannsókn um borð í skipinu.