14 starfsmenn ráðuneytis drepnir

Bashar al-Assad fyrrverandi forseti Sýrlands.
Bashar al-Assad fyrrverandi forseti Sýrlands. AFP

Nýr inn­an­rík­is­ráðherra Sýr­lands seg­ir að starfs­menn ráðuneyt­is­ins hafi verið drepn­ir af mönn­um sem studdu stjórn Bashars al-Assads, fyrr­ver­andi Sýr­lands­for­seta, í Tart­us-héraðinu í kvöld.

Mohammed Abdel Rahm­an inn­an­rík­is­ráðherra gaf út yf­ir­lýs­ingu fyrr í kvöld þess efn­is að 14 starfs­menn hefðu verið drepn­ir og 10 særðir þegar þeir voru að sinna störf­um sín­um við að „viðhalda ör­yggi og vernd“.

Fyrr í mánuðinum náðu upp­reisn­ar­menn í Sýr­landi völd­um yfir rík­inu og Assad flúði úr landi. Hon­um hef­ur verið lýst sem ein­um al­ræmd­asta ein­ræðis­herra heims­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert