Það er hægt að klæða sig upp eftir tilefninu, skreyta í kringum sig og jafnvel njóta matar á einhverju formi hvar sem er á jólum. Sjö geimfarar verja jólunum í Alþjóðlegu geimstöðinni á sporbaugi jarðar.
Hin bandarísku Don Pettit, sem verið hefur samfleytt úti í geimnum í 474 daga, Barry Wilmore, sem verið hefur í 381 dag á sporbaugi, Sunita Williams, sem verið hefur í 524 daga samfleytt í geimstöðinni og Nick Hague, sem hefur verið í 290 daga í geimnum og þannig sá eini sem hélt jólin ekki þar á síðasta ári, hafa sent frá sér skemmtilega jólakveðju.