Fimm blaðamenn drepnir

Ekkert lát er á árásum Ísraelshers á Gasa.
Ekkert lát er á árásum Ísraelshers á Gasa. AFP

Fimm palestínskir blaðamenn létu lífið í árás Ísraelshers fyrir utan sjúkrahús á Gasa í nótt að sögn heilbrigðisráðuneytis Gasa.

Blaðamennirnir voru í bíl fyrir utan Al-Awda sjúkrahúsið sem er staðsett í Nuseirat flóttamannabúðunum.

Þeir störfuðu allir fyrir staðarmiðilinn Quds News Network sem greinir frá árásinni á samfélagsmiðlinum X.

Ayman Al-Jadi, Faisal Abu Al-Qumsan, Mohammed Al-Lada'a, Ibrahim Al-Sheikh Ali og Fadi Hassouna og allir sofandi í bílnum þegar árásin var gerð að sögn annarra blaðamanna sem voru á vettvangi en bíllinn varð alelda eftir sprengjuárás.

Al-Quds Today sjónvarpsstöðin fordæmdi árásina og sagði að fimmmenningarnir hefðu verið drepnir á meðan þeir gegndu blaðamanna- og mannúðarskyldu sinni.

Ísraelski herinn hefur staðfest að árásin hafi verið gerð en talsmenn hersins segja árásin hafi verið gerð á íslamskan jihad-hryðjuverkahóp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert