Fundu lík í hjólholi flugvélar

Ein af flugvélum United Airlines.
Ein af flugvélum United Airlines. AFP

Lík fannst í hjólholi, eins af aðal lendingarbúnaði, flugvélar bandaríska flugfélagsins United Airlines sem lenti á Hawaii eftir að hafa flogið frá Chicago á aðfangadag.

Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að líkið hafi fundist í hjólholi flugvélarinnar sem er af gerðinni Boing 787-100.

Óljóst er hvernig einstaklingurinn komist í lendingarbúnaðinn sem er aðeins aðgengilegur utan frá en rannsókn er hafin á atvikinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert