Lögreglumenn grunaðir um að berja fanga til dauða

Úr búkmyndavél eins lögreglumannsins.
Úr búkmyndavél eins lögreglumannsins. AFP

Myndbandsupptaka úr búkmyndavél lögreglumanns virðist sýna lögreglumenn berja handjárnaðan fanga sem lést morguninn eftir. Atvikið átti sér stað á Marcy-fangelsinu í New York.

Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Maðurinn, sem var 43 ára gamall, hét Robert Brooks og var úrskurðaður látinn 10. desember.

Afplánaði 12 ára fangelsisdóm

Myndbandsupptakan virðist sýna lögreglumenn slá Brooks ítrekað í andlitið og nára á meðan hann situr handjárnaður. Jafnframt virðist einn lögreglumaðurinn setja eitthvað í munninn á honum á meðan annar slær hann í magann með skó.

Brooks var að afplána 12 ára dóm vegna líkamsárásar.

Kathy Hochul, ríkisstjóri í New York, hefur fyrirskipað að 13 lögreglumenn auk eins hjúkrunarfræðings verði reknir úr starfi vegna málsins.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka