15 menn áfrýja dómum sínum í máli Gisèle Pelicot

Pelicot kveðst óhrædd við ný réttarhöld í málinu.
Pelicot kveðst óhrædd við ný réttarhöld í málinu. AFP

Í það minnsta 15 menn sem voru fundn­ir sek­ir um að hafa nauðgað eða mis­notað Gisèle Pelicot hafa áfrýjað niður­stöðu dóms­ins. 

Frá þessu grein­ir The In­depend­ent. 

Alls voru 51 maður sakaður um að hafa brotið kyn­ferðis­lega á Gisèle með aðstoð þáver­andi eig­in­manns henn­ar, Dom­in­ique Pelicot, á meðan hún var án meðvit­und­ar. Voru þeir all­ir sak­felld­ir í mál­inu og hlaut fyrr­ver­andi eig­inmaður þyngst­an dóm allra sak­born­ing­anna eða 20 ára dóm. 

Var fyrr­ver­andi eig­inmaður henn­ar meðal ann­ars sak­felld­ur fyr­ir að hafa skipu­lagt brot­in en hann viður­kenndi að hafa í tæp­an ára­tug byrlað Gisèle ólyfjan svo hann og tug­ir annarra gætu nauðgað henni. 

Menn­irn­ir hafa frest þar til miðnætt­is á mánu­dag að áfrýja dómn­um. 

Kveðst óhrædd við ný rétt­ar­höld

Gisèle er 72 ára göm­ul og hef­ur verið hampað sem hetju og tákn­mynd femín­ista fyr­ir hug­rekki henn­ar og virðuleika á meðan rétt­ar­höld­in fóru fram en þau tóku þrjá mánuði. Hún af­salaði sér nafn­leynd í mál­inu og vildi varpa ljósi á rétt­ar­höld­in til að færa skömm­ina frá þolend­um kyn­ferðisof­beld­is og til gerenda þess. 

Hún kveðst ekki ótt­ast að ný rétt­ar­höld fari fram í mál­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka