Gönguskíðamaður lést í snjóflóði

Myndin er úr safni. Tvö banaslys hafa orðið vegna snjóflóða …
Myndin er úr safni. Tvö banaslys hafa orðið vegna snjóflóða í Sviss í vikunni. AFP/Marco Bertorello

27 ára gönguskíðamaður lést í snjóflóði í suðvesturhluta Sviss í gær.

Snjóflóðið féll um klukkan 13:30 að staðartíma. Hinn látni var ásamt ferðafélaga að skíða meðfram jöklinum Cheilon.

„Snjómassinn gaf allt í einu sig undir skíðum eins þeirra," segir í tilkynningu. Björgunarsveitarmenn voru í kjölfarið sendir á vettvang með þyrlu og fundu þeir manninn fljótlega undir snjónum.

Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og lést hann þar. Hinn látni er 27 ára gamall svissneskur maður.

Um er að ræða annað banaslysið vegna sjóflóðs í Sviss í vikunni. Á mánudag lést sviss­neska snjó­bretta­kon­an Sophie Hediger í snjóflóði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert