27 ára gönguskíðamaður lést í snjóflóði í suðvesturhluta Sviss í gær.
Snjóflóðið féll um klukkan 13:30 að staðartíma. Hinn látni var ásamt ferðafélaga að skíða meðfram jöklinum Cheilon.
„Snjómassinn gaf allt í einu sig undir skíðum eins þeirra," segir í tilkynningu. Björgunarsveitarmenn voru í kjölfarið sendir á vettvang með þyrlu og fundu þeir manninn fljótlega undir snjónum.
Maðurinn var fluttur á sjúkrahús og lést hann þar. Hinn látni er 27 ára gamall svissneskur maður.
Um er að ræða annað banaslysið vegna sjóflóðs í Sviss í vikunni. Á mánudag lést svissneska snjóbrettakonan Sophie Hediger í snjóflóði.