Ítölsk blaðakona handtekin í Íran

Sala starfar meðal annars fyrir ítalska hlaðvarpsútgefandann Chora Media.
Sala starfar meðal annars fyrir ítalska hlaðvarpsútgefandann Chora Media. Skjáskot/Instagram

Ítölsk blaðakona að nafni Cecilia Sala hef­ur verið hneppt í varðhald í Íran. Sala hef­ur verið að ferðast um höfuðborg­ina Teher­an þar sem hún hef­ur tekið viðtöl við ír­ansk­ar kon­ur og birt meðal ann­ars á In­sta­gram-síðu sinni. 

Í yf­ir­lýs­ingu frá ít­alska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu seg­ir að Sala hafi verið að ferðast um borg­ina þegar lög­regl­an í Teher­an stöðvaði hana og hand­tók. Ráðuneytið vinn­ur nú með ír­önsk­um yf­ir­völd­um við að skýra rétt­ar­stöðu Sala og sann­reyna skil­yrði fyr­ir varðhaldi henn­ar. 

Konan er vistuð í Evin-fangelsið þar sem andófsmenn eru gjarnan …
Kon­an er vistuð í Evin-fang­elsið þar sem and­ófs­menn eru gjarn­an vistaðir. AFP

Ástæða hand­tök­unn­ar óljós

Sala starfar meðal ann­ars fyr­ir ít­alska hlaðvarps­út­gef­and­ann Chora Media. Tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins segja að Sala hafi haldið frá Róm og til Írans 12. des­em­ber með vega­bréfs­árit­un til blaðamennsku og átti hún að snúa aft­ur til síns heima 20. des­em­ber. 

Þann 19. des­em­ber heyrðist ekk­ert frá Sala og hringdi hún síðar í móður sína og upp­lýsti hana um hand­tök­una. Hún er vistuð í Evin-fang­els­inu í Teher­an, þar sem and­ófs­menn eru gjarn­an vistaðir, en ástæða hand­tök­unn­ar hef­ur enn ekki verið skýrð af hálfu ír­anskra yf­ir­valda. 

Varn­ar­málaráðherra Ítal­íu sagði í gær að rík­is­stjórn­in öll ynni að því að frelsa Sala og sagði fang­els­un henn­ar „óá­sætt­an­lega“. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert