Minnst 177 eru látnir eftir að farþegaflugvél Jeju Air brotlenti á alþjóðaflugvellinum Muan í Suður-Kóreu.
181 manns voru um borð í vélinni, 175 farþegar og sex meðlimir áhafnar. Tveimur meðlimum áhafnar hefur verið bjargað.
Þotan var af gerðinni Boeing 737-800.
Slysið varð klukkan níu um morguninn að staðartíma. Flugvélin var að fljúga frá Bangkok í Taílandi. Taílensk yfirvöld hafa staðfest að tveir Taílendingar hafi verið um borð í vélinni.
Rannsókn stendur yfir á tildrögum slyssins. Um er að ræða manskæðasta flugslys í sögu suðurkóreska flugfélaga síðan árið 1997, en þá létust 228 manns þegar Boeing 747 þota Korean Airlines hrapaði á Kyrrahafseyjunni Gvam.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af brotlendingunni.
BREAKING: Video shows crash of Jeju Air Flight 2216 in South Korea. 181 people on board pic.twitter.com/9rQUC0Yxt8
— BNO News (@BNONews) December 29, 2024
Fréttin hefur reglulega verið uppfærð frá því morgun.