Eiginmaðurinn fyrrverandi ætlar ekki að áfrýja

Gisele Pelicot yfirgefur dómsalinn eftir að dómar voru kveðnir upp.
Gisele Pelicot yfirgefur dómsalinn eftir að dómar voru kveðnir upp. AFP/Miguel Medina

Frakki sem var dæmd­ur fyr­ir að hafa byrlað þáver­andi eig­in­konu sinni ólyfjan, nauðgað henni og leyft tug­um manna að gera slíkt hið sama í rúm­an ára­tug mun ekki áfrýja dóm­in­um sem hann hlaut.

Lögmaður hans greindi frá þessu í morg­un.

Dom­in­ique Pelicot var dæmd­ur í 20 ára fang­elsi fyrr í þess­um mánuði eft­ir rétt­ar­höld sem vöktu mik­inn óhug í Frakklandi og víðar um heim. 50 vitorðsmenn hans hlutu einnig dóma, allt frá þrem­ur árum upp í 15 ár.

Beatrice Zavarro.
Be­atrice Za­varro. AFP/​Migu­el Med­ina

Lögmaður­inn Be­atrice Za­varro sagði að Pelicot hefði ekki viljað láta eig­in­konu sína fyrr­ver­andi, Gisele, ganga í gegn­um önn­ur rétt­ar­höld og því hefði hann ákveðið að áfrýja ekki dóm­in­um sem hann hlaut. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert