Við skoðun á flugvél frá flugfélaginu Jeju Air nokkrum klukkustundum fyrir brotlendingu hennar fannst ekkert athugavert, að sögn forstjóra flugfélagsins.
Flugvélin brotlenti í Suður-Kóreu á sunnudaginn og létust 179 en tveir lifðu af.
„Ekkert óeðlilegt kom í ljós í tengslum við lendingarbúnaðinn,“ sagði Kim Yi-bae, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundi í Seúl, en rannsókn er hafin á málinu. Ekki liggur fyrir hvers vegna lendingarbúnaðurinn virkaði ekki við lendinguna.
Vélin var á leið frá Bangkok þegar hún lenti á brotlenti á flugvellinum Muan og eldur braust út.
Enn er unnið að því að rannsaka svæðið og finna hina látnu.