Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur í Bretlandi

Íslenski fjárhundurinn er sagður eftirsóknarverður, snjall og einstaklega vinalegur.
Íslenski fjárhundurinn er sagður eftirsóknarverður, snjall og einstaklega vinalegur. mbl.is/Styrmir Kári

Íslenski fjár­hund­ur­inn er nú viður­kennd­ur sem hrein­ræktuð hunda­teg­und af bresku hunda­rækt­enda­sam­tök­un­um, Kenn­el-klúbbn­um.

Þetta kem­ur fram á vef Guar­di­an.

Þar er fjallað um hunda­teg­und­ina og hún sögð hafa verið nefnd í Íslend­inga­sög­um fyr­ir meira en 1.000 árum.

Kenn­el-klúbbur­inn seg­ir ís­lenska fjár­hund­inn eft­ir­sókn­ar­verðan, snjall­an og ein­stak­lega vina­leg­an. Klúbbur­inn stend­ur fyr­ir Crufts-hunda­sýn­ing­unni.

Klúbbur­inn viður­kenn­ir bara teg­und sem hrein­ræktaða hunda­teg­und ef það eru komn­ar nokkr­ar kyn­slóðir teg­und­ar­inn­ar og að það sé hægt að bera kennsl á ætt­legg með til­tekna eig­in­leika. Þá er einkum horft til skap­gerðar og heilsu hunda.

Íslenski fjár­hund­ur­inn fær þó ekki að taka þátt í Crufts-hunda­sýn­ing­unni fyrr en eft­ir 1. apríl 2025 þegar viður­kenn­ing­in tek­ur gildi.

Teg­und­in verður 224. hunda­teg­und­in sem sam­tök­in viður­kenna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert