Rafmagn fór af stórum hluta Púertó Ríkó

Rafmagnið fór af fyrr í dag.
Rafmagnið fór af fyrr í dag. AFP

Rafmagn fór af stórum hluta Púertó Ríkó í dag og getur tekið allt að tvo sólarhringa að koma rafmagninu aftur á. Um ein og hálf milljón eru búin að vera án rafmagns.

Rafmagnið fór af klukkan 5.30 en bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar benda til þess að bilun í jarðstreng sé orsök rafmagnsleysisins. Málið er enn í rannsókn.

Fyrirtækið Luma sem sér um dreifikerfi rafmagns segir í yfirlýsingu að viðgerðir séu þegar hafnar. Sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir séu komnar með rafmagn.

Niðamyrkur er víðs vegar í Púertó Ríkó vegna rafmagnsleysisins.
Niðamyrkur er víðs vegar í Púertó Ríkó vegna rafmagnsleysisins. AFP

Um 15% viðskiptavina komnir með rafmagn

Um hádegisbil voru um 15% af viðskiptavinum Luma aftur komnir með rafmagn. Í yfirlýsingunni var þess getið að um ein og hálf milljón hefðu þurft að þola rafmagnsleysi vegna bilunarinnar.

Pedro Pierluisi, ríkisstjóri Púertó Ríkó, segir yfirvöld vera í samskiptum við Luma vegna rafmagnsleysisins.

„Við krefjumst svara,“ sagði hann á samfélagsmiðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert