„Tilhæfulausar“ ásakanir Bandaríkjamanna

Bandaríska fjármálaráðuneytið í Washington DC.
Bandaríska fjármálaráðuneytið í Washington DC. AFP

Kínversk stjórnvöld segja ásakanir Bandaríkjamanna um að tölvuþrjótum hafi tekist að brjótast inn fyrir varnir bandaríska fjármálaráðuneytisins „tilhæfulausar“.

Í bréfi ráðuneytisins til þingsins sagði að tölvuþrjótunum, sem eiga að hafa verið á vegum kínverskra stjórnvalda, hefði tekist að komast yfir skjöl í byrjun desember. 

Kínverjar hafna ásökunum og segja að kínversk stjórnvöld hafi „alltaf verið á móti hvers kyns tölvuárásum, og væru enn frekar andvíg útbreiðslu rangra upplýsinga gegn Kína í pólitískum tilgangi“.

„Við höfum lýst afstöðu okkar margoft varðandi slíkar tilhæfulausar ásakanir sem skorta sannanir,“ sagði Mao Ning, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert