Brimbrettakappinn varð líklega hákarli að bráð

Ekkert hefur spurst til brimbrettakappans.
Ekkert hefur spurst til brimbrettakappans. AFP

Brimbrettakappi sem viðbragðsaðilar hafa leitað að í Suður-Ástralíu varð líklega hákarli að bráð, að sögn lögreglu.

Vitni sáu hákarl ráðast á manninn sem leitað er að á vinsælum stað meðal brimbrettafólks, Granites, í Suður-Ástralíu.

Maðurinn sem saknað er er á þrítugsaldri. Brimbretti hans hefur komið í leitirnar en hvorki tangur né tetur hefur fundist af manninum.

Árið 2023 varð karlmaður á sextugsaldri hákarli að bráð á svipuðum slóðum. Sama ár fórust tveir aðrir brimbrettakappar í Suður-Ástralíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert