Enn margir á spítala: Tvísýnt ástand

Árásin átti sér stað á Bourbon-stræti á nýársnótt.
Árásin átti sér stað á Bourbon-stræti á nýársnótt. AFP

Fimmtán liggja á spít­ala vegna hryðju­verka­árás­ar­inn­ar sem fram­in var á ný­ársnótt í New Or­le­ans. 

Alls lét­ust fimmtán manns í árás­inni og tug­ir særðust.

Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá.

Ástand sumra stöðugt

Jef­frey Elder, lækn­ir á Uni­versity Medical Center í New Or­le­ans, seg­ir að ástand sumra sé stöðugt en það sé þó tví­sýnna hjá öðrum.

Hann seg­ir 26 manns hafa leitað á spít­al­ann inn­an nokk­urra mín­útna frá því að árás­in var fram­in.

Ein­hverj­ir þeirra sem liggja á spít­al­an­um urðu fyr­ir bíln­um er hann keyrði inn í mann­fjöld­ann á Bour­bon-stræti.

Einnig liggja ein­hverj­ir inni sem urðu fyr­ir skoti eft­ir að árás­armaður­inn byrjaði að hleypa af skot­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert