Fimmtán látnir eftir árásina

Lögreglan og hermenn standa vörð skammt frá staðnum þar sem …
Lögreglan og hermenn standa vörð skammt frá staðnum þar sem árásin varð gerð. AFP/Andrew Caballero-Reynolds

Fimmtán manns eru látn­ir og tug­ir særðir eft­ir árás­ina sem var gerð í New Or­le­ans í Banda­ríkj­un­um þegar maður ók pall­bíl í gegn­um mann­fjölda í Bour­bon-stræti.

Árás­armaður­inn, Shams­unnd-Din Jabb­ar, virðist hafa starfað sem fast­eigna­sali í borg­inni Hou­st­on í Texas og starfaði einnig sem sér­fræðing­ur í tölvu­mál­um í banda­ríska hern­um.

Shamsud-Din Jabbar.
Shamsud-Din Jabb­ar. AFP

Lög­regl­an seg­ist leita að vitorðsmönn­um hans.  

Lög­reglu­stjór­inn Anne Kirkp­at­rick lýsti Jabb­ar sem „hryðju­verka­manni“ og banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an, FBI, sagði að fáni Rík­is íslams hefði fund­ist í bif­reið manns­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert