Lögreglumenn særðust í sprengingu

Frá Berlín. Mynd úr safni.
Frá Berlín. Mynd úr safni. AFP

Tveir lögreglumenn eru særðir eftir sprengingu við lögreglustöð í Wittenau-hverfi í Berlín í kvöld.

Lögreglumennirnir voru að sinna hefðbundnu eftirliti þegar óþekktur hlutur við girðingu utan við lögreglustöðina sprakk.

Annar er alvarlega særður.

Alvarlegt atvik

„Í kvöld klukkan 20.20 varð alvarlegt atvik við girðinguna,“ kom fram í tísti lögreglunnar.

Annar lögreglumaðurinn er sagður vera með áverka á andliti og augum. 

Lögreglan vildi ekki tjá sig þegar AFP-fréttaveitan leitaði frekari upplýsinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert