Macron: Hugur okkar hjá fjölskyldunum

Emmanuel Macron.
Emmanuel Macron. AFP/Ludovic Marin

Leiðtog­ar víða um heim hafa for­dæmt árás­ina sem var gerð í New Or­le­ans á gaml­árs­kvöld þegar bíl var ekið inn í mann­fjölda með þeim af­leiðing­um að 15 hið minnsta eru látn­ir og tug­ir særðir.

„New Or­le­ans, sem á svo hlýj­an stað í hjört­um Frakka, hef­ur orðið fyr­ir hryðju­verki,“ sagði Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti á X þar sem hann skrifaði bæði á frönsku og ensku.

Louisi­ana var upp­haf­lega frönsk ný­lenda og var árás­in gerð í hinu þekkta franska hverfi í borg­inni New Or­le­ans.

Fólk á gangi framhjá lögreglubíl í New Orleans.
Fólk á gangi fram­hjá lög­reglu­bíl í New Or­le­ans. AFP/​Andrew Ca­ballero-Reynolds

„Hug­ur okk­ar er hjá fjöl­skyld­um fórn­ar­lambanna og þeim sem særðust, ásamt banda­rísku þjóðinni og við deil­um sorg henn­ar,“ sagði Macron jafn­framt.

Borg­ar­stjóri Nice sendi samúðarkveðjur

Christian Estrosi, borg­ar­stjóri Nice í Frakklandi sem lenti einnig í svipaðri árás árið 2016 sem varð 86 manns að bana, sendi einnig samúðarkveðjur.

„Harm­leik­ur­inn í New Or­le­ans, syst­ur­borg­ar Nice, svip­ar á sárs­auka­full­an hátt til okk­ar eig­in...Hug­ur okk­ar er hjá fjöl­skyld­un­um og þeim sem voru keyrðir niður í miðjum hátíðar­höld­um á gaml­árs­kvöld,“ sagði hann á X.

Keir Starmer.
Keir Star­mer. AFP/​Leon Neal

„Þessi of­beld­is­fulla árás í New Or­le­ans er hræðileg,“ sagði breski for­sæt­is­ráðherr­ann Keir Star­mer á X.

„Hug­ur minn er hjá fórn­ar­lömb­un­um, fjöl­skyld­um þeirra, viðbragðsaðilum og banda­rísk­um al­menn­ingi á þess­um sorg­ar­tím­um,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert