Nöfn þeirra sem létust í hryðjuverkaárásinni

Blómvendi hefur verið komið fyrir á vettvangi árásarinnar sem átti …
Blómvendi hefur verið komið fyrir á vettvangi árásarinnar sem átti sér stað á Bourbon-stræti í New Orleans á nýársnótt. AFP

Aðstand­end­ur nokk­urra þeirra sem lét­ust í hryðju­verk­inu í New Or­le­ans á ný­ársnótt hafa birt nöfn hinna látnu. Þar á meðal eru há­skóla­nemi, ein­stæð móðir fjög­urra ára drengs og ung kona sem vildi verða hjúkr­un­ar­fræðing­ur.

Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá. 

Yf­ir­völd munu ekki greina frá nöfn­um þeirra sem lét­ust í árás­inni fyrr en krufn­ingu á öll­um þeim sem lét­ust er lokið. 

Alls lét­ust fimmtán í árás­inni og tug­ir særðust

Mart­in „Tiger“ Bech

Mart­in „Tiger“ Bech var fyrr­um leikmaður há­skóla­fót­boltaliðs Princet­on-há­skól­ans og var and­lát hans staðfest í yf­ir­lýs­ingu frá skól­an­um.

Mart­in hlaut viður­nefnið Tiger í liði sínu og seg­ir fyrr­um þjálf­ari hans að eng­inn ann­ar leikmaður hafi átt viður­nefni sitt jafn mikið skilið.

„Hann var tíg­ur á all­an hátt - grimm­ur keppn­ismaður með enda­lausa orku, ást­sæll liðsmaður og um­hyggju­sam­ur vin­ur.“

Þá hef­ur bróðir Mart­ins einnig tjáð sig um and­lát hans á miðlin­um X þar sem hann seg­ist munu elska hann að ei­lífu og að hann hafi veitt hon­um inn­blást­ur á hverj­um degi.

Martin „Tiger“ Bech.
Mart­in „Tiger“ Bech. Michelle Bech

Nikyra Cheyenne Dedeaux

Nikyra Cheyenne Dedeaux var 18 ára göm­ul og ætlaði sér að verða hjúkr­un­ar­fræðing­ur. Móðir henn­ar, Mel­issa Dedeaux, staðfesti and­lát henn­ar á fé­lags­miðlum þar sem hún sagðist hafa misst barnið sitt og bað fólk um að biðja fyr­ir sér og fjöl­skyldu sinni.

Tjáði móðir henn­ar fjöl­miðli að dótt­ir henn­ar hefði ætlað að hefjá nám í hjúkr­un seinna í mánuðinum.

Þá greindi hún einnig frá að Nikyra hefði læðst út um kvöldið með vin­konu sinni og frænku sem báðar lifðu árás­ina af.

Hef­ur vin­kona Nikyru einnig tjáð sig en hún sagði The New York Times að hún hefði fengið sím­tal frá frænku Nikyru þar sem hún sagði að þær hefðu hlaupið burt þegar þær heyrðu skot­hvelli og að Nikyra hefði horfið.

Nikyra Cheyenne Dedeaux.
Nikyra Cheyenne Dedeaux. Mel­issa Dedeaux

Reggie Hun­ter

Reggie Hun­ter var 37 ára gam­all versl­un­ar­stjóri og tveggja barna faðir og var and­lát hans staðfest af litla frænda hans, Shirell Robin­son Jackson.

Er Reggie lýst sem mann­eskju sem var full af lífi og er greint frá að hann hafi sent fjöl­skyldu sinni skila­boð rétt eft­ir miðnætti þar sem hann óskaði þeim gleðilegs nýs árs.

Þá hef­ur yngri syst­ir hans sagt að bróðir sinn hafi elskað að vera í kring­um fjöl­skyldu sína.

Reggie Hunter.
Reggie Hun­ter. Shirell Robin­son Jackson

Kareem Badawi

Kareem Badawi var nem­andi í há­skól­an­um í Ala­bama-ríki og hef­ur and­lát hans verið staðfest af föður hans, Belal Badawi, sem lýsti yfir mik­illi sorg og bað guð sinn Allah um að gefa sér og fjöl­skyldu sinni þol­in­mæði og styrk til að tak­ast á við frá­fall son­ar síns.

Þá hef­ur bekkjar­for­seti bekks­ins sem Karem var í einnig tjáð sig og sagst syrgja hann og bað hann fólk um að biðja fyr­ir þeim sem urðu fyr­ir áhrif­um vegna árás­ar­inn­ar.

Kareem Badawi.
Kareem Badawi. Belal Badawi

Hubert Gaut­hreaux

Hubert Gaut­hreaux var 21 árs.

And­lát hans var staðfest með yf­ir­lýs­ingu frá gamla mennta­skól­an­um hans, Archbis­hop Shaw.

„Við biðjum alla Archbis­hop Shaw-fjöl­skyld­una að biðja fyr­ir sálu Huberts, fjöl­skyldu hans og vin­um á þess­um erfiðu tím­um, og öll­um þeim sem urðu fyr­ir áhrif­um þessa harm­leiks,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Hubert Gauthreaux.
Hubert Gaut­hreaux. Hubert Gaut­hreaux

Nicole Perez

Nicole Perez var 27 ára og móðir fjög­urra ára drengs.

Vin­kona henn­ar og yf­ir­maður, Kimber­ly Us­her Fall, sagði Nicole vera ein­beitta, klára og góðhjartaða mann­eskju og hef­ur hún sett af stað fjár­öfl­un á net­inu í minn­ingu Nicole.

Þá greindi hún frá að Nicole hefði nýtt frí­tíma sinn í vinn­unni til að kenna syni sín­um stærðfræði í einu geymslu­rýmanna en Nicole starfaði á veit­ingastað.

Nicole Perez.
Nicole Perez. Kimber­ly Us­her Fall

Matt­hew Tenedorio

Matt­hew Tenedorio var 25 ára gam­all hljóð- og mynd­tækni­maður.

Er hon­um lýst sem af­slöppuðum manni með smit­andi hlát­ur sem vakti kátínu þeirra sem voru í kring­um hann í fjár­öfl­un sem sett hef­ur verið af stað í hans nafni. 

Móðir hans tjáði fjöl­miðlin­um NBC News að hún hefði síðast séð son sinn á lífi á gaml­árs­kvöld klukk­an 21 og mundi hún eft­ir að hafa faðmað hann.

Matthew Tenedorio.
Matt­hew Tenedorio. Gofundme
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert