Fangi heldur fimm í gíslingu

Inngangurinn í fangelsið í Arles.
Inngangurinn í fangelsið í Arles. AFP/Pascal Guyot

Fangi hefur tekið fimm starfsmenn í gíslingu í fangelsi í frönsku borginni Arles, að sögn lögreglu og fangelsismálayfirvalda.

Fanginn er vopnaður heimatilbúnum hníf og hefur haldið fjórum hjúkrunarfræðingum og einum fangaverði í gíslingu frá um klukkan 10.15 í morgun.

Maðurinn er 37 ára gamall og afplánar dóm fyrir alvarlega nauðgun þar sem hann notaði vopn gegn fórnarlambi sínu. Átti hann að losna úr fangelsi árið 2031.

Gíslingin er ekki rannsökuð sem hryðjuverkaógn. Maðurinn krefst þess að fá að vera fluttur í annað fangelsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert