Hættu við að handtaka forsetann

Lögreglan yfirgefur svæðið fyrir utan heimili forsetans.
Lögreglan yfirgefur svæðið fyrir utan heimili forsetans. AFP

Suðurkóreska lögreglan hætti við að handtaka forsetann Yoon Suk Yeol vegna pattstöðu sem myndaðist fyrir utan heimili hans.

Handtökuskipun hafði verið gefin út á hendur honum í kjölfar þess að hann var ákærður fyrir embættisbrot eftir að hafa sett á herlög í landinu.

Bíll öryggissveitar forsetans hindrar för lögreglunnar að húsinu.
Bíll öryggissveitar forsetans hindrar för lögreglunnar að húsinu. AFP

Í yfirlýsingu frá stofnun sem rannsakar spillingu í Suður-Kóreu var ákveðið að fresta handtökunni til að tryggja öryggi á staðnum en öryggissveit forsetans kom í veg fyrir að hægt væri að sækja hann.

Pattstaðan sem myndaðist fyrir utan heimili hans stóð yfir í um sex klukkustundir, að sögn BBC.  

Yoon Suk Yeol.
Yoon Suk Yeol. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert