Lyfta upp flaki vélarinnar

Krani lyftir upp stéli vélarinnar.
Krani lyftir upp stéli vélarinnar. AFP

Suðurkóreskir rannsakendur búast við því að finna fleiri líkamsleifar er þeir byrja að lyfta upp flaki flugvélar Jeju Air sem brotlenti um síðustu helgi með þeim afleiðingum að allir nema tveir af þeim 181 sem var um borð fórust.

Ekki er vitað nákvæmlega um hvað olli slysinu. Bilun í lendingarbúnaði hefur m.a. verið nefnd til sögunnar.

AFP/Yonhap

Byrjað var í morgun að lyfta upp stéli vélarinnar með aðstoð stórra gulra krana.

AFP/Yonhap
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert